Wall-Street

Verðbreytingar á walls street geta gert mann auðugan. Selja hátt og kaupa lágt er reglan. En hvernig kemstu í þennan bransa? Þarftu að vera fjármálaverkfræðingur? Viðskipafræðingur með áherslu á fjármál? Fjármálahagfræðingur? Góður í stærðfræði og jafnvel eðlisfræði? Það er spurning. En yfirleitt finnst mér verðbreytingar á Wall-Street frekar frumstæðar.

 Hlutabréfaverð hækkar vegna þess að Obama fór með jákvæða ræðu. Verð hækka vegna þess að hagstofan í Bandaríkjunum birti nýja könnun þar sem kom fram að neytendur voru bjartsýnni en áður.  Olíuverð hækka vegna þess að fundur hjá OPEC fer fram á morgun. Stundum hækka eða lækka hlutabréf eftir því hvað ákveðnir einstaklingar láta út úr sér t.d Allan Greenspan eða Warren Buffet. Að sjálfsögðu eru sumar hækkanir alveg út úr kortinu einsog þessi http://www.ruv.is/heim/frettir/stort/frett/store64/item198072/ 

Ég sé ekki að maður þarf einhverja menntun eða sérstaka færni til að taka þátt í Wall Street. Nema þá bara að fylgjast með fréttum.


Af hverju er ekki skorið niður?

Ríkisstjórnin þarf að skera niður. Við erum ekki búinn að fá IMF lánið vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki skorið niður og sýnt aðhald í rekstri. En af hverju er þetta svona?

Ráðherrar eru bara alltof hræddir við að vera óvinsælir. Þeim þykir vænt um stólinn sinn og vilja ekki að hann hitnar. Það er bara svo mikið pólítiskt réttlæti í gangi. Þjóðin gefur ekkert svigrúm til niðurskurðar. Um leið og það er verið að virða hugmyndir um einhvern smá niðurskurð þá trompast þjóðin.

Eitt nýlegt dæmi er þegar það var verið að tala um að stytta kennsludaga um 10 og lækka laun kennara samkvæmt því. Þá tjúllaðist allt samfélagið "ekki bitna á börnunum okkar" var hrópað og hagsmnafélag kennara lét heyra í sér. Þess má geta að þessir extra tíu dagar eru bara nýleg viðbót. Held að það bættist við 2007 þannig að með þessu er verið að fara með grunnskólakennslu aftur í sama horf og var 2006. Ef fólk fær hjartaáfall útaf þessu hvernig haldið þið að þetta verði þegar blóðugur niðurskurður byrjar.

Þegar Guðlaugur Þór Þórðason var að reyna að hagræða í heilbrigðiskerfinu þá varð hann óvinsælasti þingmaðurinn á svipstundu (fyrir utan Árna Matt... líklega útaf hjúkku málinu því auðvitað eiga hjúkkur skilið að fá 20% launahækkun í kreppunni). Ég hef aldrei verið vel við Guðlaug en hann fær eitt HUGE prik fyrir að þora að vera raunsær.

Katrín Jakobsdóttir sagði á borgarafundi fyrir kosninga að líklega þarf að lækka laun og hækka skatta. Það ætla allt um koll að keyra eftir þetta og Steingrímur var í mesta basli við að verja þessa staðhæfingu. Menn á hægri vængnum notuðu þessa setningu í kosningabaráttunni "VG mun hækka skatta og lækka laun". En af hverju er fólk ósátt með þessi tilmæli. Er þetta sjálfsblekking? AUÐVITAÐ þarf að skera niður og lækka laun. Það blasir því miður við.

Ég starfa sem félagsliði sem er láglauna starf hjá ríkinu. Það kæmi mér ekkert á óvart að mín laun verða lækkuð. Ég er tilbúinn að taka á mig 10-15% launalækkun. Mér finnst ósanngjarnt að vera mótmæla því. Vegna þess að ég er raunsær. Ríkið verður með 180milljarða halla á þessu, 70 á næsta og 57 á næsta. Það er eigingirni í mér ef ég ætlast til að ríkið muni skera niður alstaðar nema hjá mér, nema mín laun.

Málið er að það er mjög erfitt að verja niðurskurð. Það er svo auðvelt fyrir fólk að segja "ekki gera börnunum þetta" og "ST Jósefspitali er mikilvægur og hvert eiga sjúklingar að fara". Það er erfitt að svara svona gagnrýni með öðru en "partyið er búið sorry". 

Það má ekki endalaust að segja að það á að skera niður í utanríkisráðaneytinu. Heilbrigðis, mennta og velferðakerfið vegur langmest á þjóðarbúið og þó að við leggjum allt ráðuneytið niður einsog það leggur sig þá væri það ekki nóg til að fylla uppí ríkishallann. Það þarf að skera niður í heilbrigðismálum. Ögmundur sýndi dæmigert óbirgðarleysi þegar hann snéri við ákvörðun Guðlaugs og gaf út tilkinningu um að það á að vera frítt í öll sjúkrahús fyrir landsmenn. Það þarf að skera mikið niður í mennta og velferðarkerfinu því miður.

Vandinn er hjá þjóðinni ekki ríkisstjórninni. Þjóðin á að sýna samstöðu með niðurskurðinum og þá loksins þora ráðherrarnir að skera niður. Eina sem þarf er að gæta jafnræði. Þingmenn eiga að skera jafnt niður hjá sér og þjóðinni.


Ásgeir Jónsson

Ásgeir Jónsson var forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings, hann var með margar milljónir á mánuði, honum var boðið í öll flottustu party í góðærinu, það er óhætt að segja að þess maður tók þátt í veislunni. Hann er einn umsækjanda í stöðu Seðlabankastjóra. Þess vegna finnst mér skrítið að hann sé að kenna mér í sumarnámskeiði Háskóla Íslands, borgarhagfræði. Fjótt skipast veður í loftir er kannski orðartiltæki við hæfi.

 


óheppilegt!!!!!!!!

Þetta er nýja orðið á markaðinum ÓHEPPILEGT.  Það er hægt að kjafta sig úr öllu með því að segja að eitthvað var óheppilegt. Sjálfstæðismenn í Kópavogi um Gunnar I Birgisson málið "óheppilegt ef satt reynist".

Framkvæmdastjóri viðskiptarás segir að orðalag í skýrslu 2006 sé ÓHEPPILEGT. Þar er að finna ein mestu öfugmæli sem hefur komið á pappír „Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á öllum sviðum.“ 

Dóttir landsgæslustjóra fékk lof um starf á þyrlu og náðist mynd af henni stjórna þyrlu sem sett var á netið. Stjórinn segir "óheppilegt ef satt reynist".

 

Einsog staðan er í dag þá er orðið "óheppilegt" að taka við af hinni fleygu setningu "gott að vera vitur eftirá" sem var mikið notuð stuttu eftir hrunið.


Spilling og siðblinda.

Stundum er alveg ótrúlegt að lesa um hvað stjórnmálamenn hafa að segja. Í Fréttablaðinu í dag er Ómar Stefánsson formaður bæjaráðs í Kópavogi að fussa og sveija yfir greiðslur til fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars Birgissonar bæjarstjóra í Kópavogi. Kópavogsbær hefur greitt fyrirtækinu 50milljónir króna á tíu árum. Ómar segir:

"það er fullyrt að greiðslurnar væru ólöglegar, og að slíkt eigi ekki að tíðkast lengur. Framsókn hafi farið í mikla endurskoðun á þessum forsendum"

Það sem vakti athygli mína var að hann segir að ólöglegar greiðslur ætti ekki að tíðkast lengur!!!

Einsog það hafi bara verið allt í góðu fyrir nokkrum árum að stunda ólöglegar greiðslur.

Þetta sýnir hvað pólítikin er og var gjörspillt en engin þorði að gera neitt í því.


launamunur kynjana.

óútskýrður launamunur kynjana er alltaf nokkur ef miðað er við könnun síðustu ára. Það hafa komið margar kenningar um það af hverju þetta sé svona. Ein ástæðan er sú að karmenn eru mun líklegri til þess að biðja um launahækkun. Ef þú ert að vinna hjá fyrirtæki sem er ekki í opinbera geiranum þarftu að biðja um launahækkun ef þú telur þig eiga hana skilið. Konur eru síður viljugar til þess að gera það.

Ég fór á VR.is og sá að karmenn gera einfaldlegar miklu hærri kröfur um laun en konur.. ætli þetta sé ein ástæðan fyrir launamuninum?

"Karlar telja að 508 þúsund á mánuði, svona að meðaltali, séu sanngjörn laun fyrir þeirra vinnu. Konurnar segja hins vegar að sanngjörn laun séu 410 þúsund og er munurinn á kynjunum 24%."


Það sem ég fíla við nýju ríkisstjórnina

COMMON SENS.

Já það er ekki hlaupið að því að þeir sem stjórna Íslandi séu með common sens.

Þeir eru ekki með eins mikla valdafíkn og Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir halda Gylfa Magnússon sem er utanflokksmaður.

Þeir fengu Evu Joly til að hjálpa sér. Það er svo augljóst að það þurfti erlenda hjálp við þetta en Sjálfstæðisfokkurinn hefði aldrei gert þetta. 

 Jóhanna Sigurðardóttir skipaði einn virtasta hagfræðing Íslands Jónas Haralds til þess að fara yfir hæfi umsækjanda Seðlabankastjóra. Það er eitthvað annað að henda Dabba kóng í þetta sæti.


spurning

ég hef aldrei eitt atriði sem hefur verið mikið í umræðunni. "það kostar 700 milljarða fyrir ríkið að hafa tryggt innistæður í bönkunum".

Björgvin og Geir lýstu yfir að innistæður voru tryggðar. Það er skiljanlegt í ljósi þess að ef allir mundu fara í bankann og taka út þá mundi engin bankastarfsemi vera eftir í landinu"

En kostar þetta ríkisjóð eitthvað? Var þetta ekki bara yfirlýsing hjá stjórvöldum til að róa fólkið?

Það fór ekki svo að allir hlupu inní bankanna og tóku út peninga. 

Hvernig getur þetta kostað ríkið 700milljarða núna?

svar óskast!!!


bara svo finndið

http://m5.is/?gluggi=frett&id=79759

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband