29.9.2009 | 20:15
Pétur Blöndal hreinskilinn.
Pétur Blöndal var í viðtali á Útvarp Sögu í seinustu viku. Það var verið að tala um niðurskurð hjá hinu opinbera. Pétur Gunnarsson þáttarstjórnandi var að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn að hafa aukið mikið útjgöldin seinustu 16ár sem þeir hafa verið í stjórn. Í rauninni var Sjálfstæðisflokkurinn á streit fylleríi allan þennan tíma. Þáttarstjórnandinn nefndi eitt mál þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og hans ríkistjórn lét skattborgara borga fyrir hestahús. Þessi hesthús voru byggð fyrir einkaaðila útum allt land sem kostaði hundruði milljóna. Pétur Blöndal sagði að það væru hinir og þessir hestamenn í Sjálfstæðisflokknum sem stóðu fyrir þessu. Þáttarstjórnandinn spurði Pétur Blöndal nánar útí þetta. af hverju eru skattborgarar að borga hesthús fyrir kall útí bæ? Hvað var málið með þessi kaup? Pétur Blöndal svaraði "þetta voru bara hrossakaup".
Það eru orð með réttu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2009 | 19:25
Undarleg forgangsröð Samfylkingarinnar.
Jóhanna segir að Hollendingar og Bretar tóku ekki vel í Icesave fyrirvarana þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, Katrín Júlíusdóttir tilkynnir að viljayfirlýsing fyrir álver á bakka verður ekki endurnýjuð í óbreyttri mynd og Árni Páll Árnason tilkynnir að lán, bæði bílalán og húsnæðislán, verða færð aftur til þess tíma sem þau stóðu fyrir hrun.
Hvað veldur því að Samfylkingarfólk eru svona málglöð? Jafnvel um mál sem var ekki hægt að toga úr þeim í marga mánuði.??????
Jú mikið rétt það var flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar. Voru þetta bara tilkynningar til flokksfélaga? Af hverju er ekki tilkynnt þjóðinni fyrst? Samfylkingin vill frekar tilkynna mikilvæg málefni í Fjölbrautarskóla Garðabæjar.
Forgangsröðin er ekki meira en það.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2009 | 15:56
Fangelsismál.
ég er með eina bráðabirgðalausn á fengelsismálum. það kreppir að og það þarf að spara í öllum geirum innan í opinberri stjórnsýslu. ég er á því að það á að tvímanna í klefana. það er þegar gert í nokkrum klefum uppá hrauni. skella kojum inní klefana í staðinn fyrir rúmum. er ekki verið að tvímanna í elliheimilum og sjúkrahúsum nú til dags. meiri segja í góðærinu. og elliheimili er ekki refsivist. fangelsi er refsivist. ég bjó með bróðir mínum í herbergi í 14ár. ekki var ég að hugsa um að fremja bankarán til þess að fá mitt einkaherbergi. fólk getur sagt "hvaða vitleysa er þetta. fangar eiga rétt á rými, það er mannúðlegt, þetta er betrunarheimili ekki fangelsi".
Sá sem kemur með svona athugasemd hann á að koma með eitthvað annað sem á að skera niður í staðinn. heilsugæslu? öryrkjum? vegamálum?
svo að sjálfsögðu þegar ríkissjóðurinn réttir sig að þá á að huga að byggja splúnkunýtt og flott fangelsi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2009 | 11:03
Umræðan um ESB.
Ég er enginn Evrópusinni. Evrópusambandið er ekki galllaust. En það er skemmtilegt að fylgjast með umræðunni. Sérstaklega umræðan hjá þeim sem eru á móti ESB. Rökin þeirra eru aðalega tvennskonar:
1. Evrópusambandið mun enda sem eitt ríki og Ísland verður bara eitt fylki (einsog í USA).
2. Ljótu kallarnir í útlöndum munu hrifsa til sína allar auðlindir Íslands ef við göngum í ESB.
Ég tók saman nokkru rök sem ég fann á netinu::::::
Komment á Silfur Egils.
„Þrátt fyrir það þá horfi ég mjög varkárum augum til óeðlilega mikils áhuga Spánverja að við komumst sem fyrst í ESB"
Surla Böðvarson á Pressan.is
„Það blasir við að fulltrúar Evrópusambandsins eru á höttunum eftir aðgangi að auðlindum okkar með alla vasa úttroðna af evrum. Tilbúnir til þess að kaupa upp flotann og félögin sem hafa aflaheimildir og nýtingarréttinn á auðlindum"
Komment á Siflur Egils
„Ætli þeir í ESB séu með ,,Economical hitmans" á sínum snærum?"
Komment á Silfur Egils
„Erlendir auðmenn = ESB"
Komment á Silfur Egils
„Og Sjávarútvegsráðherra Spánar er nú spenntur yfir einhverju fyrst hann vill Ísland sem fljótast inn í ESB, maður spyr sig, hvað ætli hann hugsi sér gott til glóðarinnar... hmmm... ég er alveg tómur hérna"
Komment á Eyjan.is
MÚTUR, MÚTUR!!!!
Auðvitað vill ESB hjálpa Íslandi svona rétt áður en kosið verður um aðild að sambandinu.
SVEIATTAN!!!!
Komment á Eyjan.is
Evrópusinnar, þetta eru ekkert annað en mútur af hálfu ESB til að gera okkur ESB-jákvæðari.
Komment á Eyjan.is
„Við fáum ekki evruna með því að ganga í ESB
það eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla sem tekur 30-40 ár"
Komment á Eyjan.is
„Seljum Íslenska þjóð fyrir ekki neitt."
Komment á Eyjan.is
„Segjum nei við ESB þetta er eins og ein stór rottugildra þeir reyna að koma sem flestum inní sambandið fyrir 2012. Við erum að verða ansi auðveld fórnarlömb heimsvaldsins"
komment á Eyjan.is
„ESB elítan veit að íslenska þjóðin er ekki á þeim buxunum að samþykkja aðild. Þess vegna verður okkur "mútað" með freistandi efnahagspakka. Það á líklega að kaupa Ísland inn í ESB"
komment á Eyjan.is
„Hvað var Þórunn Sveinbjarnardóttir aftur að gera með ESB köllunum í París þann 16. nóvember 2008 annað en að lofa að íslendingar myndu greiða ICESAVE gegnt því að verða hraðað inn í ESB? Þann 17. nóvember var Icesavesamkomulagið undirritað, TILVILJUN? Þórunn ætti að þurfa að svara fyrir þetta en hún er aldrei spurð?"
heimssyn.is
„Í dag vantar lítið upp á að sambandið verði að einu ríki"
Á vef Bændasamtaka Íslands: bondi.is
"Aukinn innflutningur á
landbúnaðarvörum mun
aðeins að óverulegu leyti
skila sér í lægra vöruverði
fyrir neytendur."
Komment á Silfur Egils
"Íslendingar séu svo vitlausir að semja um þetta einsog Icesave og þá á sömu forsendu nefnilega aðgangseyri að ESB."
Bloggsíða zumann.blog.is
" Með umsókn
að ESB og með icesave-þjóðsvikasamningi. En bæði málin
fela í sér grófustu atlögu að sjálfstæði þjóðarinnar og efna-
hag hennar frá upphafi. Allt til að þóknast erlendu valdi!
Erlendri kúgun nýlenduvelda ESB til að nauðga þjóðinni
þangað inn."
Jáhá. Einsog þið sjáið þá eru andstæðingar ESB með frjórt ímyndunarafl. En þessi vitleysa eiga samt öll eitt sameignilegt. Það er að þau eru ekki stutt með neinum haldbærum rökum, sönnunum eða staðreyndum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2009 | 21:32
Betra að gera of mikið heldur en of lítið.
Ef ég væri forsætisráðherra í eina viku mundi ég gera eftirfarandi:
álver í Helguvík og Bakka. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af ruðningsáhrifum lengur.
taka up einhliða evru og afnema gjaldeyrishöftin. skiptigengið verður 150kr til að stiðja við útflutningsgreinar
auka kvótann verulega það er nóg fiskur í sjónum.
afskrifa 25% af öllum húsnæðislánum en að hámarki 7 milljónir.
til að forðast uppsagnir þá á að lækka laun hjá hinu opinbera. 10% skerðing hjá fólki undir 300þúsund á mánuði og 20% launaskerðing hjá fólki með yfir 300þúsund. þetta á við um alla opinbera starfsmenn hjá RUV, Landsvirkjun og þingmenn.
krefjast 10% sparnaðar fyrir utan launakostnað þ.e í gegnum hagræðingu. hjá öllum ráðaneytum.
láta lífeyrisjóðina tvöfalda suðurlandsveg og byggja sundarbrautina og lífeyrissjóðirnir rukka tolla fyrstu árin til að fjárfestingin borgar sig. en þegar ríkið kems aftur á beinu brautina má skoða það að ríkið kaupir þetta af lífeyrissjóðunum og afnema tollana.
lækka atvinnuleysisbætur í 120þúsund og hækka námslánin í 140þúsund. það á að vera meira freistandi að fara í nám heldur en að vera á bótum. einnig sparar þetta pening því námsmenn borga sín lán aftur með verðtryggingu og vöxtum. en atvinnuleysisbætur er bara styrkur. einnig eru atvinnuleysisbætur það háar að það er sortur á vinnuafli í láglaunastörf. fólk vill frekar vera á bótum heldur en að vinna.
þetta allt mundi ég gera á einnig viku. síðan má jóhanna sigurðardóttir taka við. það má vel vera að eitthvað af þessu gengur ekki upp. en ég vill frekar vera þekktur fyrir að gera of mikið heldur en of lítið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.9.2009 | 12:51
Hrunið og Þórólfur Árnason
Þegar það var orðið ljóst í hruninu að hvorki utanríkisráðherra (IGS) né forsætisráðherra (Geir Haarde) nutu ekki traust þá þurfti að stokka upp. Mótmælin á Austurvelli jugust.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spjallaði um þetta við Geir. Ingibjörg stakk upp á að koma með "verkstjóra" að utan til þess að taka við forsystu. OG nefndi hún Dagur B. Eggerts og Þórólfur Árnason báðir fyrrverandi borgarstjórar fyrir Samfylkinguna.
Geir Haarde leist ekki á þetta og vildi ekki að Sjálfstæðisflokkurinn mundi gefa eftir forsætisráðuneytinu. Geir stakk upp á því við Ingibjörgu að hann getur stigið frá á Þorgerður Katrín verður forsætisráðherra. Ingibjörg leist ekkert á það að gera Þorgerði að fyrsta kvenkyns forsætisráðherra.
Þegar þetta var komið til sögu þá hafði Sigmundur Davíð boðist til að verja minnihlutastjórn VG og XS og niðurstaðan varð sú að slíta stjórninni og mynda stjórn með VG og gera Jóhönnu Sigurðardóttir að forsætisráðherra. Aðalega vegna þess að heilög Jóhanna kom best út úr skoðanakönnun Capacent um vinsældir ráðherra eða yfir 90%.

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2009 | 10:01
Sjómannaafslátturinn.
Það á að afnuma hann. Þetta kostaði ríkissjóð 1,1milljarði á seinasta ári.
Ástæðan fyrir að sjómannaafslátturinn var settur á var til þess að hvetja sjómenn að sækja sjó því það var skortur. Nú eru þau rök ekki gild því það er slegist um hvert pláss í dag.
Núna er sjómannaafslátturinn bara niðurgreiðsla launa fyrir útgerðafyrirtæki.
p.s Silfur Egils er að byrja aftur. Góðar fréttir. Kveikið á sjónvarpinu kl 12:30 á Sunnudaginn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2009 | 18:00
Seðlabankinn.
Afsökun Seðlabanka Íslands að hafa ekki getað staðið við verðbólgumarkmiðið og stuðlað að stöðuleika. (tekið af glærukynningu)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2009 | 10:29
Magma og OR
Mig grunar að borgarstjórn er að selja þetta til Magma til þess að koma pólítisku skoti á ríkisstjórnina.
Það var viðtal við einn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var í stjórn OR. Hann var spurður útí söluna. Hann var ekki að verja söluna sem slíka. Hann var ekki að segja að þetta væri góð samningur. Heldur sagði hann að ríkisstjórnin hafur haft 7 mánuði til þess að stoppa þennan samning og það er ríkisstjórnin að kenna að þetta fór svona.
Mér var ofboðið. Að spila svona með framtíð Íslands til að skjóta á pólítiska andstæðinga er siðleysi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar