Sjálfstæðisflokkurinn og skattpíningin.

 Í fyrri færslu þá sagði ég að Sjálfstæðisflokkurinn er ráðviltur og lagði t.d skattapíningu mínu máli til stuðnings. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki staðið fyrir því að vera hægriflokkur sem vill lágmarka afskipti hins opinbera og lækka skatta. Vinstri flokkar eru þekktir fyrir að hækka skatta. En hvað gera hægriflokkar? Allavega á Íslandi þá hækka þeir skatta.

Ég lenti í deilum við harðann Sjálfstæðismann og "svokallaðan" lögfræðing um þetta mál. Hann sagði að þetta væri ekki rétt og krafðist töluleg gögn til staðfestingar. Hans rök voru þau að atvinnuvegurinn á Íslandi hefur stækkað gríðarlega seinustu ár og þar af leiðandi þarf að auka eftirlit og fl sem krefjast meiri ríkisútgjalda. OK tökum þá prósentu af verg landframleiðslu:

Þróun heildarskattbyrði á Íslandi
Skatttekjur hins opinbera sem % af VLF 

Picture1

Heildarskattbyrðin fór á nýtt hærra stig á tímabilinu 1997 til 2005 (þetta var á valdatíma Sjálfstæðisflokksins)

______________________________________________________________

Þróun heildarskattbyrði á Íslandi
og hjá OECD-ríkjunum

Skatttekjur hins opinbera sem % af VLF

Picture2

Ísland fór framúr meðaltali OECD-ríkja eftir 1997 (hver var þá við völd???)

_____________________________________________________________

Aukin heildarskattbyrði á Íslandi og hjá OECD-ríkjunum

Picture4

 Heimsmet: Engin þjóð jók skattbyrði jafn mikið og Íslendingar frá 1995 til 2005, segir OECD (hvaða flokkur á þann vafasama heiður í að setja heimsmet í skattpíningu?)

_____________________________________________________________



koma svo. tvö atriði til að kippa í lag. svona sem fyrst.

Er ekki kominn tími á það að skera flatt 20% af öllu skuldum á Íslandi. Bæði eintaklingar og fyrirtæki.

Jújú það mun leggjast eitthvað á ríkið en hvað með það? Var ekki hent 200milljörðum í peningamarkaðssjóðina? Er það ekki skattgreiðnendur sem þurfa að  borga það? Af hverju eru fjármagseigendur heilagari en skuldarar?.... og þetta kemur frá manni sem skuldar ekki neitt. 

Það gæti verið að NETTO þá er ekki mikið sem fellur á skattborgara því þetta örvar atvinnulífið og neyslu. Með tilheyrandi virðisaukaskatti og fjölgun starfa sem aftur fer frá því að vera atvinnulaust og í að borga skatta.

Einnig á að skattleggja lífeyrisgreiðslur áður en ekki eftir. Alveg einsog sjálfstæðisflokkurinn lagði til. 

Þó að þetta kemur frá öðrum flokkum þá eru þetta fínar  hugmyndir. Kingja stoltinu maður!!!!!! hætta þessu pólítisku þvaldri. Það er alltaf verið að segja að Ríkisstjórnin hefur ekki gert neitt. Ef þeir taka 20% flatann niðurskurð þá er allavega hægt að benda á eitt atriði sem þau hafa virkilega gert eitthvað. Ekki lengja í hengingarólinni einsog sagt er.

Plögga þessu og síðan halda áfram með önnur mál.


Vanhæfur?

Guðbjartur Hannesson. 

Í bankaráði Landsbanka Íslands 1998-2003 og bankaráði Heritable-bankans í London (eign Landsbankans síðan 2000) 2002-2003.


Magma???

http://eyjan.is/blog/2009/08/22/magma-bidur-um-vildarkjor-hja-orkuveitunni-70-kaupverds-verdi-lanad-med-vedi-i-hlutabrefunum/

Ég hef ekkert að athuga við það að selja HS Orku. En guð minn góður. Ekki með þessum kjörum.

Hvaða vitleysa er þetta?

Í fyrsta lagi þá á Magma að staðgreiða þetta. Koma með gjaldeyrinn inní landið. Þeir geta fengið lán fyrir þessu í Kanada, USA eða eihverstaðar annarstaðar en ekki fá lán frá OR????????????

OR er ekki banki.

Þetta er að fara að líta út alveg einsog einkavæðing bankana. Þegar maður hélt að Landsbankinn og Búnaðarbankinn hefði verið seldur en S-Hópurinn fékk Búnaðarbankannn gefins og 1/3 af kaupverð var lánað frá Búnaðarbankanum og Bjöggarnir hafa ekki borgað krónu af þessu láni hingað til.

Við erum í vondri stöðu NÚNA. Við getum ekki beðið í sjö ár til þess að fá restina af peningnum þ.e 70% sem stendur eftir.

Eitt sem er ofar mínum skilningi eru vextirnir. 1,5% vextir. Var Steingrímur J Sigfússon ekki að segja okkur um daginn að 5,55% vextir væru bestu vextir í heimi. En Magma er einkafyrirtæki og fær 1,5% vexti. Fyrirtæki sem er nýstofnað. Það þarf að útskýra þessa vexti fyrir mig.

Þetta er kúlulán. Miðað við umræðuna í dag og ástandið þá er algjör siðblinda hjá OR að samþykkja kúlulán. Með veð í bréfunum sjálfu. (hljómar þetta kunnuglega? Var þetta ekki stór ástæða fyrir hruninu?)

Þetta er því miður fyrir ofan mínum skilningi.

"Blaðið bendir á að Reykjanesbær framseldi réttinn til HS Orku fyrir 30 milljónir á ári í 65 ár, með möguleika á framlengingu um önnur 65 ár. Verði af kaupum Magma mun félagið því þurfa að greiða bænum 30 milljóna auðlindagjald á ári.

Síðan segir Fréttablaðið að í ljós hafi komið að Magma hafi gert tvo samninga í Oregon og Nevada í Bandaríkjunum sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar telji sambærilega þessum samningi. Þeir séu einungis til tíu ára með möguleika á tíu ára framlengingu. Fyrstu tíu árin þurfi að greiða auðlindagjald sem nemur 1,75% af heildartekjum af raforkusölu og eftir tíu ár 3,5%. Hefði Reykjanesbær náð sams konar samningi við HS Orku fengi bærinn 190 milljónir í auðlindagjald í stað 30."

Ég er samþykktur sölu á HS-Orku en við eigum að fá a.m.k svipaðann díl og USA. Af hverju er Árni Sigfússon gera svona lélega díla. Er hann svo "over the edge" að hann er að gera heilann bæ gjalþrota með gengdarlausu byggingum á nýjum hverfum í Innri-Njarðvík sem enginn vill búa. Hann er að bjarga sínu eigin rassgati. Þetta er hræðilegur díll gott fólk.

"Orkuveitan myndi síðan lána fyrir afganginum, ríflega 8,6 milljörðum, í dollurum á gengi dagsins í dag. Öll gengisáhætta yrði Orkuveitunnar"

Er það svo að við lánum þeim ákveðja fjölda dollara. Dollarinn er 128kr í dag. En gengisvísitalan er ekki í jafnvagi og er í sögulegu lágmarki og það lyggur beinast við að krónan mun styrkjast. Er það þá þannig að ef gengið styrkist t.d dollarinn á 90kr. Mun þá magma geta fengið 128kr fyrir hvern dollar þó að hann verður bara 90kr virði á Íslandi. Ef það sé þannig þá er þetta bara enn einn nagli í líkistu embættis og ríkistjórnarinnar.

Ekki láta ykkur koma á óvart þegar ég flyt héðan frá Íslandi. Ég er þreittur á þessu. Ég vona að ég sé að misskilja þetta eitthvað. Ég væri til í að kíkja í kaffi til Árna Sigfúss og spjalla um þetta. En ég er þreittur á þessari vitleysu.

p.s ég er núna á móti Icesave. Vegna þess að Það var verið að ljúga að manni að 5,55% eru góðir vextir.


Hugmynd. Kemur okkur upp úr kreppunni á næsta ári.

Ég hef ekkert vit á kvóta.

En mig grunar að þetta er ákveðin fjöldi tonna sem má veiða á ári sem sjávarútvegsráðherra gefur út eftir að hafa ráðlagt sig við Hafró.

En sjómenn sem eru að veiða og eru í þessu alla daga og sækja sjó. Þeir segja að það er nóg af fiski í sjónum. Meira en nóg. Og það er ekki rétti tíminn núna að vera í einhverju aðhaldi.

Af hverju veiðum við ekki meira? Miklu meira. Þetta er okkar aðal tekjulind. Það eru ekki nema 25%-30% gjaldeyristekjur sem við fáum fyrir álið. Vegna þess að við þurfum að flytja inn súrál til þess að fullvinna ál. Þess vegna eru nettó ábatinn svona lítill.

En fiskurinn er hérna í kringum landið og við fáum gjaldeyri fyrir hann 100% Ekkert rugl.

Af hverju er ekki veitt meira? Svona vegna ástandsins. Í fyrsta lagi vegna þess að sjómenn segja að það sé allt morandi í fiski. Og í öðru lagi að við erum á kúbunni og þurfum peninginn. Og í þriðja lagið (en bara ekki hafa hátt um þetta) er það að við erum að fara að ganga inn í ESB. Spánn og Portúgal horfa á okkar mið slefandi. Þeir eru búnir að stúta sínum stofni en við höfum verið að passa okkur. Ég held að málið sé að veiða bara nógu andskoti mikið þannig að við verðum rík og gögnum svo inní ESB þá eru miðin okkar svo fucked að það skiptir ekki máli. En peningarnir sem við fengum eru bara inná bankabók einhverstaðar.

Er ekki hægt að auka kvótann án þess að dreifa honum á kvótagreifa. Er ekki hægt að stofna svokallaðann neyðarkvóta sem hægt er að leigja af ríkinu. Jón Bjarnason tilkinnir þá að það má veiða nokkur þúsund tonn af þorski og þessi kvóti er leigður hæstbjóðanda og ríkið fær pening af leigunni og svo líka gjaldeyristekjur af útflutningnum.

En einsog ég segi ég hef ekkert vit á þessu. Samt gaman að fá einhver komment frá einverjum sem hefur vit á þessu.


Sjálfstæðisflokkurinn og hans örlög.

Hans tími sem frjálslindiur flokkur sem stiður atvinnulífið er liðinn. Hann hefur farið frá því og er núna íhaldsflokkur sem stiður sérhagsmuni. Atvinnurekendur eru tvístiga. Hvar er flokkurinn sem á að styðja jöfn tækifæri?

Hann er til hægri í íslenskum stjórnmálum samt hefur ríkisbálknið aldrei verið stærra en undir hans stjórn. Þetta er grundvallaratriðið. Þetta er það sem hann á að standa fyrir. Frelsi og lítil afskipt ríkistjórnar. Ef hann stendur ekki fyrir það hvar er hann þá staðsettur í pólítíkinni?

Hann er ekki að stiðja atvinnulífið. Helsta markmið flokksins er að koma kolkrabbanum á sem fyrst AFTUR. Það er ekki að hugsa um heilbrigt atvinnulíf á Íslandi.

Sérhagsmuna, íhaldsflokkur = XD.

Við þurfum nýjan hægri flokk því þessi flokkur er ekki lengur til hægri. Hann er bara staðsettur á kamrinum. Úti að skíta.  


The fucking Office

Ég fór útí búð um daginn og ætlaði að kaupa The Office seríuna. Þar að segja ég fíla The Office Bresku þættina. Hef aldrei líkað við USA þættina.

En þegar ég kem heim þá er þetta bara eihver hommaklámmynd. Þá leit ég betur á hulstrið og sé að það hefur verið bætt FUCKING við hulstrið með rauðum penna.

Ég sem neytandi er ekki sáttur.


Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Ágúst 2009
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband