29.7.2009 | 23:26
Komið nóg.
Ég er kominn með ógeð af fréttum. Það eru alltaf sömu hlutirnir aftur og aftur í fréttum. ESB, Icesve og AGS. Ekkert annað. Og að ógleimdum útrásarvíkingum og þeirra sukk. Það eru alltaf að koma nýjar spillingafréttir af viðskiptalífinum seinustu ár. Og klúðursfréttur frá ríkisstjórninni. Núverandi og fyrrverandi.
Ótrúlegar fréttir af varnarmálastofnun og þeirra sukk í miðri kreppunni.
Jæja þetta er komið gott. Ég er kominn í fréttapásu.
Ætla að breyta þessari siðu í tónlistar, kvikmyndar og dagbókasíðu.
Hafa gaman af þessu :)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2009 | 19:42
Íslendingar að gera það gott.
http://top40-charts.com/chart.php?cid=12
Emiliana Torini er að gera það gott í Þýskalandi. Lagið henner Jungle drum hefur verið á topi þýska vinsældarlista í heilann mánuð. Þar slær hún út ekki ómerkilegri tónlistamönnum en Beyonce, Lady Gaga og Black eyed pease. Óskum henni til hamingju með það. Enda mjög flott lag.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2009 | 15:48
Utanríkisráðuneytið
Heildargjöld samkvæmt fjárlögum 2009.
Heildargjöld utanríkisráðuneytisins samkvæmt fjárlögum 2009 eru 12,3 milljarðar króna eða 2,6% af heildargjöldum ráðuneyta.
Þetta er ástæðan fyrir því að allt tal um að loka nokkrum sendiráðum og leggja niður varnamálastofnun leysir okkar vanda er bull.
Það þarf að skera stóru bitana. VELFERÐARKERFIÐ, MENNTAKERFIÐ OG HEILBRIGÐISKERFIÐ.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2009 | 15:04
Greining Kaupþings.
Tekið úr greiningu Kaupþings á stöðu verslunar og skrifstofu húsnæðis næstu árin.
Frá 21.November 2007.
"Tekið að hægja á markaðinum
Nú þegar má sjá merki um að tekið sé að hægja á eftirspurn eftir VS-húsnæði (Verslunar og skrifstofu húsnæði) þar
sem velta er tekin að dragast saman samfara minni umsvifum í hagkerfinu.
Greiningardeild gerir samt ekki ráð fyrir því að sagan frá árinu 2001 endurtaki sig
þegar VS-húsnæði lækkaði að nafnverði enda gera núverandi spár ekki ráð fyrir álíka
kólnun og þá. Aukinheldur mun efnahagslífið taka við sér á nýjan leik árin 2009-2010.
Það er ljóst að verð lækkaði árið 2001 á VS-húsnæði enda virðist eftirspurnin hafa
hrunið á þeim tíma í kjölfar snöggkólnunar í efnahagslífinu. Aftur á móti gera
núverandi spár Greiningardeildar ekki ráð fyrir slíkri snöggkólnun á næstu tveim árum."
jæja. Já.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2009 | 21:49
USA að verða gjaldþrota
http://m5.is/?gluggi=frett&id=86098
Grein um slæma stöðu Bandaríkjana. Þeir skulda um 100% af landsframleiðslu. Prófaðu 250% einsog Íslendingar. Að það komi íslensk grein um slæma skuldastöðu í USA. Hvaða vitleysa er þetta.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2009 | 09:06
Hlutabréfa-gamblarar í byrjun árs 2008
http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t102913-150.html
Það er forvitnilegt að heyra gamblarana tala saman í Jan 2008.
Þeir eru að spurja sig hvort að botninum sé ekki örugglega náð???
Held nú ekki.
Ástæðan fyrir að póker er svona vinsælt í dag er vegna þess að allir hlutabréfa-gamblararnir eru hættir á Kauphöllinni og komnir í pókerinn. :)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2009 | 13:27
Arðgreiðslur íslensku banka á árunum 2003-2007
Það hefur komið mikið fram í fréttum nýlega um siðlausar arðgreiðslur. Nýjasta dæmið er Sjóvá þar sem arðgreiðslur voru út úr kortinu og meira en því sem nemur ríkisaðstoðin sem var veitt fyrirtækinu nýverið.
Arðgreiðslur bankana á þessum 5 ára góðæristíma voru svakalegar ekki satt?
Miðað við Norðurlöndin og Bretland þá borguðu eigendur íslensku bankanna sjálfum sér gríðarlegan arð og miklu hærri hlutfallslega heldur en aðrir banka????
NEINEI
Íslensku bankarnir greiddu mun minna arð heldur en aðrir bankar á norðurlöndum og Bretlandi.
Ef tíu bankar eru skoðaðir. 3 íslenskir, 5 norrænir og 2 breskir og skoðað arðgreiðsluhlutföll bankanna árin 2003 - 2007. Glitnir var að meðaltali með 30% arðgreiðsluhlutfall, Kaupþing 17% og Landsbankinn 12%.
En erlendis var arðgreiðsluhlutfall Danske Bank var að meðaltali 48%, DnB Nor 46%, Handelsbanken 40%, Nordea 42% og SEB 37%. Arðgreiðsluhlutfall HSBC var að meðaltali 58% og hjá RBS var arðgreiðsluhlutfallið 39% að meðaltali.
Arðgreiðsluhlutfall íslensku bankanna nam að meðaltali 20% á árunum 2003 til 2007.
Á sama tímabil nam arðgreiðsluhlutfall þeirra erlendu banka sem til skoðunar voru um 44%, rúmlega helmingi hærra en hjá íslensku bönkunum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2009 | 19:22
Paddy's til sölu.
Hin víðfrægi Paddy's er til sölu. Þessi pöbb á stað í hjarta margra Kefvíkinga og vonandi fær þessi staður að lifa áfram.
Sölulýsingin er eftirfarandi
"Vinsæll pöbb í Reykjanesbæ . Sæti fyrir um 100 m en oft eru taldi út um 200 manns.Engin matsala.Lifandi tónlist um helgar. Næstum eini tónlistarstaðurinn í Keflavík.Söluhæsti vínstaðurinn á landinu fyrir utan Reykjavík. Er með aðstöðu til að horfa á fótboltaleiki sem er mjög vinsælt og verða menn illa þyrstir á því og þá er góð bjórsala. Auðveld kaup þar sem hægt er að yfirtaka svo mikið af skuldum. Vinsæll staður fyrir ýmsar uppákomur fyrir ólíklegustu hópa. Söluaukning á hverju ári.Skemmtilegt, vinsælt starf ,sem gefur mikið af sér og er öruggt. Aðeins þú getur rekið þig úr þesssu starfi.Tryggt framtíðarstarf fyrir þig og þína fjölskyldu.Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni"
Söluverðiði er 22,5 milljónir.
Það er ekki slæmt að vera kóngurinn á Paddy's fyrir 22,5 milljónir. Held að margir eru sammála því. Enda margir sem ég þekki eyða meiri tíma á Paddy's heldur en eigandinn sjálfur.
Orðið á götunni er að eigandi Paddy's var duglegur að taka erlend lán á sínum tíma þegar allt lék í lindi. Það var splæst í öryggiskerfi og myndavélar, breiðtjald, nýr pall og fleirra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2009 | 19:21
Umsókn og árangur.
Evrópuandstæðingar hafa alltaf sagt "hva... heldurur að með það að ganga í ESB þá muni bara allt lagast". Nei ég held það ekki. En það getur verið liður í uppbyggingunni.
Við þetta svar fær maður dræmar undirtektir.
http://www.islandsbanki.is/fjarfestingar/greining/
Þetta er bara á svört og hvítu. Skuldatryggingaálag ríkissjóðs lækkaði bara við það að senda inn umsókn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2009 | 01:06
Viðskiptafræðingur ársins 2008
http://www.fiskifrettir.is/frett/3/39442/
Karl Wernersson!!!!!!!!!!!
Allir þessir viðskipta og hagfræðingar sem grunuðu ekki neitt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar