30.6.2009 | 18:00
Fyrirsögn
http://vf.is/Frettir/40971/default.aspx
Þetta er nú bara vitleysa. Held að VF.is er bara einfaldega að missa það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2009 | 13:45
Fjárglæframenn
Ég las Flugeldahagfræði fyrir byrjandur um daginn.
Mér líður illa eftir þessa bók.
Það er stundum sagt að siðlaus viðskiptamaður getur skilið eftir sig sviðna jörð. Bankarnir skildu eftir sig sviðið land.
Fólk er að tala mikið um Icesave. Bara það að Seðlabankinn tók veð í skuldabréfum bankana en ekki húsnæðislánin þá mun falla miklu meira á þjóðina heldur en Icesave. Þeim tókst að koma Seðlabanka Íslands í þrot.
Þeir sugu peninga útur sparisjóðunum og þeir eru að fara í þrot.
Þeir sugu peninga útúr lífeyrissjóðunum og núna er staða þeirra hræðileg.
Þeir sugu peninga útur tryggingamiðstöðvunum.
Mottóið var að virkja dautt fjármagn. Þessir sjóðir voru bara "fé án hirðis".
Þeir sannfærðu fyrirtæki, sjávarútvegin og einstaklinga að taka lán í erlendri mynt og þar af leiðandi komu flestum fyrirtækjum á hausinn.
Með bókhaldsbrogðum tóku þeir peninga frá almenningshlutafélögum og færðu þau yfir í sín enkahlutafélög.
Þeim tókst að skemma mannorðið á Íslandi.
Hugsið ykkur. Við stöndum uppi með gjalþrota fyrirtæki með alltof hátt erlend lán, gjalþrota almenning með alltof há verðtryggð eða erlend lán, gjalþrota sparisjóði útum allt land sem hafa starfað í meira en hundrað ár en þeim tókst að eyðileggja þá á 5árum, við stöndum uppi með bugaða lífeyrissjóði sem mun leiða til skertra lífeyristekna, stöndum uppi með gjalþrota Seðlabanka hvorki meira né minna, og að ógleimdum bönkunum sjáflum sem eru gjaldþrota.
Þeir senda okkur góðann reikning fyrir þetta altsaman í formi Icesave tjekka. Einhverskonar "job well done" tjekki.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2009 | 21:24
Stærstu gjalþrot sögunnar.
upphæði eru í milljörðum dollara
1. Lehman Brothers 120.483
2. Worldcom 33.608
3. GMAC 29.821
4. Kaupþing 20.063
5. Vashington Mutual 19.346
6. Glitnir 18.773
7. NTL Communication 16.429
8. Adelphia 16.256
9. Enron 13.852
10. Tribune Company 12.674
11. Landsbankinn 12.162
Dægurmál | Breytt 28.6.2009 kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2009 | 16:36
Er verið að djóka í okkur.
http://www.islendingafelagid.com/
Íslendingafélög eru starfrækt á norðurlöndunum og þá sérstaklega í Danmörku því þar eru þúsundir Íslendinga. Það var hægt að fara á islendingafelgaid.com og fundi upplýsingar um næsta Event hjá Íslendingum. Þetta var mjög sniðugt og ég man þegar ég bjó í Danmörku þá fór ég á einn svoleiðis viðburð. Það var haldið fótboltamót á milli bæja í Danmörku. Allir Íslendingarnir sem bjuggu í bæjum vítt og breitt um Danmörku hittust í Köben og það var haldið fótboltamót um heila helgi. Við Íslendingar frá Kolding kepptum við Íslendinga frá t.d Álaborg. Ég minni að Köben vann... enda flestir Íslendingar þar og þeir gátu þar með stillt upp sterku liði auk þess að vera á heimavelli.
En nóg um það. Allavega ef maður fer á heimasíðu Íslendingafélagsins núna þá fer maður á síðu sem þér býðst ýmis bankalán. Þar á meða "aircraft financing".
Ég held að einhverjir finndnir Danir eða Svíar eru einfaldlega að gera grín að okkur Íslendingum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 21:01
Steingrímur að missa sig
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/26/bodar_auknar_alogur_a_afengi_og_tobak/
Hækka áfengi og tópak um 30-40% á þessu ári og því næsta. Það var verið að hækka þessi gjöld í byrjun ársins og um 15% núna í Júní. Hvað á að mjólka þessa skattstofna mikið. Ég hélt að áfengi fengi að vera í friði í smá tima eftir tvær hækkanir á hálfu ári. Fattar Steingrímur ekki að með svona hækkunum mun fólk bara byrja að brugga. Með landasölu fær ríkið ekki neitt. Það þýðir ekkert að reikna með áfengissölu frá fyrra ári og segja að þessi hækkun mun skila svo og svo miklu í ríkiskassann því með auknu gjaldtöku mun bruggun aukast og þar með áfengissala minnka.
Einnig er farið með rangt mál í skýrslunni og það er sagt að gjald á sterkt áfengi er um 80kr. En það er gamla gjaldið sem var 79kr. Hið nýja gjald er í kringum 96kr á hvern cl af sterku.
Það er sagt í skýrslunni að ef áfengissgjald hefði fylgt verðbólgu þá væri það ennþá hærra. Eru það rök fyrir hækkun á áfengisgjaldi? Mestu verðbólguskotin árið 2008 voru vegna gengsiveikingar. Þá hækkaði allar innfluttar vörur frá matvörum og bensín til sófasetts og flatskjái. Við það kom gríðarlegt verðbólguskot en áfengi hækkaði líka. Flestar af vinsælustu áfengsitegundir eru innfluttar næjir að nefna Smirnoff og Bacardi Breezer. Þar af leiðandi hafa þessar áfengistegundir hækkað mikið í verð og í samræmi við gengisveikingar krónunnar. Áfengsibransinn hefur ekkert verið stykkfrí frá verðbólgunni einsog gefið er í skyn í skýrslunni.
Steingrímur er að pína þessa skattstofna vegna þess að hann er gunga og þorir ekki öðru. Það er erfitt að vera á móti hækkun á bensín, tópaki og áfengi því bensín megar og áfengi er óholt fyrir þig. Þess vegna er hann að leggja álögur á þennan vöruflokk.
Ég sé það núna að kannski voru það mistök að leyfa þessum dreng (Steingrím) að fá völd. Það er kannski betra að hafa spilltann hægriflokk við völd heldur en heimskan og hræddann vinstriflokk? Það er bara ein leið útur þessari vitleysu. Alþingi á að fella Icesave samningin og við það hrinur ríkisstjórnin og við fáum spilltu bláu höndina aftur að tekötlunum.
Þess má geta að ég á fyrirtæki sem starfar við innflutnings áfengis og þar af leiðandi er þessi færsla ekki hlutlaus.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 18:01
Frambjóðendur og blogg
Pólítíkusar er mjög tækifærisinni. Það kemur alltaf bloggæði á þá rétt fyrir prófkjör eða kosningar. Það vilja allir blogga á eyjunni rétt fyrir prófkjör eða kosninga. Þessir frambjóðendur eru með sínar skoðanir á hreinu og láta ekkert ófreistað. En um leið og kosningarnar eru búnar þá heyrist ekki múkk í þeim. Maður spyr sig hvort allt þetta vara bara leiksýning? Gott dæmi um þetta er Össur Skarphéðinsson.
Hann bloggaði 2-3 á dag fram að kosningum og lét ekki heyra í sér eftir þær. Nýjasta færslan hans er Föstudagurinn 24apríl. Daginn fyrir kosningar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2009 | 17:06
Blogg hjá Birgittu.
ég er ekki vanur að linka á þessari síðu en þið verðið að lesa
http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/902415/
Birgitta Jónsdóttir er að blogga um Icesave. Öflug færsla.
Þetta er án efa fremsti stjórnmálamaður í dag það er ótrúlegt hvað hún hefur lagt sig fram. Bara ef allir alþingismenn mundi gera þetta. Þá væri Ísland betri land í dag?
Hún er í mínu kjördæmi og ég hef greinilega kosið rétt. Ég bjóst aldrei við að ég mundi vera stoltur að hafa kosið eitthvað ákveðið. En já ég er stoltur að hafa kosið stelpuna!!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2009 | 14:28
amx og m5
AMX.IS er hlutdrægasti fréttavefur sem ég veit um. Í stefnuskrá vefsins getur maður lesið
"Ritstjórnarstefna vefsins byggist á borgaralegum gildum og er ritstjórn óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum en tekur afstöðu til málefna á grunni hugmynda um frelsi einstaklingsins."
Þetta eru þvílík öfugmæli því Óli Björn Kárason er ritstjóri vefsins og hann var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í suðurkjördæmi fyrir seinustu kosninga. Þessi síða einbeitir sér og sérhæfir sig í fréttum sem kemur illa við Samfylkinguna og Vinstri - Græna og passa að birta ekki frétt sem kemur illa við Sjálfstæðisflokkinn. Einnig koma reglulega fréttir um bein gagngríni á stjórnmálaandstæðinga og bendlar síðan "smáfulgana" við gróusögurnar sem eru oftast mjög særandi.
Síðan er www.m5.is að linka amx.is við viðskiptafréttir sem tengast yfirleitt ekki viðskiptum heldur er bara pólítiskur áróður. Ég er ósáttur við m5.is að haga sér svona og þetta er líklega einhver stuttbuxnadeild sjálfstæðisflokksins að verki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2009 | 19:14
Til hamingju Ísland.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2009 | 12:17
Hvalveiðar.
Grænfriðungar eru á móti hvalveiðum. Þeir finnast hvalveiðar hin mestu umhverfispjöll. En af hverju? Ég hef bara ekki hugmynd um það. Af hverju er þetta fólk svona viðkvæmt fyrir hvali? Jújú falleg dýr og allt það. Það er hægt að fara í hvalaskoðun og skoða þessi fallegu dýr en það kemur síðan á móti að þú getur farið í húsdýragarðinn og skoðað naut og kind og haft gaman af síðan færðu þér hamborgara seinna umkvöldið.
Ég googlaði þetta um daginn vegna þess að ég var svo forvitinn og vildi hvað það er sem er svona slæmt við þetta og það var bara hægara sagt en gert að finna það út. Það voru nóg af STOP KILLING síðum en engar um það af hverju er svona hæðilegt að veiða hvali.
Það var ekki fyrr en ég rakst á einhvern umræðuþráð um hvalveiðar um að einhver sagði að ástæðan var að hvalir eru ú útrýmingarhættu. Allavega hvalirnir hérna við Íslands strendur eru ekki í útrýmingarhættu. Má þá drepa þá? Nei ég bara spyr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar