31.5.2009 | 18:54
Auglýsingar í fréttum á Stöð 2
Það kom "frétt" á stöð tvö að brugghúsið Mjöður ehf er að brugga bjór. Hann bruggar Jökul sem er til sölu í Vínbúðunum í landinu. Það kom í frettum að Íslendingar hafa tekið vel í bjórinn og það er að koma nýr bjór frá þeim sem kallast Skriðjökull og hann er toppbjór líka.
Af hverju er þetta frétt? Það er bannað að auglýsa bjór en það má kynna áfengi og þetta var bara kynning. Borgaði Mjöður ehf fyrir þessa frétt? Eða er fréttarmaðurinn tengdur þessu fyrirtæki sem hann er að koma á framfæri. Eða er þetta bara hörkufrétt fyrir almenning og ekkert býr að baki.
Síðan eftir þessa fyrirtækjafrétt kom önnur frétt um fyrirtæki sem kallar sig Clara. Þetta er netfyrirtæki sem fylgist með umræður á netinu og fleirra. Í lok fréttinnar spyr fréttamaðurinn "hvernig fyrirtæki geta nýtt sér þessa þjónustu". Svona rétt til að picha þetta fyrirtæki fyrir öllum Íslendingum sem eru að horfa.
Það er þekkt að fyrirtæki borga fyrir umfjöllun í Frjálsri verslun og ýmsum blöðum t.d Studentablaðinu. Einnig er hægt að borga fyrir pláss á Útvarp Sögu. Þetta var mikið notað fyrir kosningar þegar frambjóðendur borguðu fyrir viðtal á Útvarp Sögu. Viðtalið kostaði um 50þúsund kall.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2009 | 23:45
Tónlistarhúsið
Maður er orðinn svo blindur á tölur að maður fattar ekkert þessa milljarða. Ríkið mun græða 4,2 milljarða á ári vegna skattahækkana á bensín, áfengi og tóbak. Skuldir Hannesar Smárasonar nema 45 milljarðar, Robert Tchenguiz fékk 107 milljarða yfirdrátt hjá Kaupþing rétt fyrir fall bankans.
Það mun kosta 20milljarða að halda áfram að byggja Tónlistarhúsið í Reykjavík. Ég finn fyrir þessum nýju sköttum. Þegar maður fer í ríkið eða fyllir á bílinn þá finnur maður fyrir smá blóðtöku. En þetta skilar einungis 4,2milljörðum á ári og á sama tíma erum við að halda áfram með Tónlistarhúsið sem kostar 20milljarða. Þessar nýju skattahækkani ná rétt rúmlega 1/5 af kostnað Tónlistarhúsins.
Við eigum ekkert efni á þessu húsi. Þegar kostnaðurinn við að byggja þetta er afgreiddur og þá þarf að reka þetta hús. Það mun kosta eihverja tugi milljóna á mánuði. Við eigum bara að sleppa þessu húsi, hafa þetta bara sem minnisvarða um tímann sem var. Minnisvarði um bjartsýni Íslands. Minnisvarði um góðaræstímann.
Við getum auglýst kreppuferðir erlendis "come and visit Iceland, once a rich country but now broke". Í staðinn fyrir gullna hringinn þá fara ferðamenn í kreppu hringinn. Byrjað á að skoða alla háflbyggðu blokkirnar og tómu hverfin. Síðan er farið uppá land að skoða stóru tómu sumarbústaðina. Síðan er ferðin heitið í Krepputorg sem er hálf tóm og tómri Bauhaus verslunina sem hætti við að hefja rekstur. Síðan verður farið í turnin í Kópavogi og Höfðatorg að skoða tómu skrifstofuhúsnæðin. Og ferðin endar á því að túristarnir fá að skoða sig um í rústum tónlistarhúsins þar sem draumurinn um fjármálamiðstöð heimsins hvarf.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2009 | 17:20
Start
Ég sá auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Þar var verið að auglýsa einhvern hugmyndabanka.
"Á Start 09 hittist hugmyndaríkt fólk, hlustar á áhugaverð erindi og myndar ný tengsl. Markmiðið er að hvetja frumkvöðla til dáða og auka sköpunargleði þjóðarinnar"
Með þessari auglýsingu eru gámar við bryggju þar er ritað á þá orð. Þá skýtur doldið skökku við að á myndinni er einungis 3 orð þ.e hugmyndir, ál og fiskur.
Aluminum, Hugmyndir, Fiskur, Aluminum, Hugmyndir, Fiskur,Aluminum, Hugmyndir, Fiskur,Aluminum, Hugmyndir, Fiskur,Aluminum, Hugmyndir, Fiskur,Aluminum, Hugmyndir, Fiskur,Aluminum, Hugmyndir, Fiskur,Aluminum, Hugmyndir, Fiskur,Aluminum, Hugmyndir, Fiskur,Aluminum, Hugmyndir, Fiskur,Aluminum, Hugmyndir, Fiskur.
Er þetta þessi sköpunargleði sem við þurufum á að halda??
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 13:33
ags
Það er mikill misskilningur að halda að AGS sé að hjálpa Íslendingum. Sjóðurinn er einungis að gæta hagsmuni erlenda kröfuhafa. Hann kemur hingað til lands og skiptir sér af fjármálum hins opinbera. AGS er alveg sama um velferðarkerfið á Íslandi. Alveg sama um heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Markmið AGS er að kreista öllum peningasafa úr Íslandi og skiptir engu máli að landið standi blóðlaust eftir á.
Þetta kemur glöggt fram þegar maður les tilkynningu frá AGS. Ísland stendur undir skuldum. Þetta er fyrirsögnin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2009 | 17:48
Þetta er byrjað
Jæja núna eru þessar skattahækkanir byrjaðar. Áfengi og tópak hækkuðu um 15% í dag. 10kr gjald á hvern lítra á bensín. Þetta á að skila ríkinu 5 milljarða í kassann á ári. En er það rétt? Mun fólk ekki bara keyra minna, brugga landa og smygla tópak til landsins?
Það er ekkert smá sem ríkið er að tækla áfengisgjaldið. Þeir hækkuðu það nú bara fyrir nokkrum mánuðum. En ríkisstjórnin tækla þessa skatta fyrst vegna þess að það er svo auðvelt að rökstiðja þessi gjöld. Það er svo erfitt að vera á móti þessum hækkunum vegna þess að áfengi og tópak er óhollt fyrir mann og bensínið mengar. Pólítisska réttlætið er hér í hávegum höf. Að sjálfsögðu það mun ekki breytast.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2009 | 09:53
Wall-Street
Verðbreytingar á walls street geta gert mann auðugan. Selja hátt og kaupa lágt er reglan. En hvernig kemstu í þennan bransa? Þarftu að vera fjármálaverkfræðingur? Viðskipafræðingur með áherslu á fjármál? Fjármálahagfræðingur? Góður í stærðfræði og jafnvel eðlisfræði? Það er spurning. En yfirleitt finnst mér verðbreytingar á Wall-Street frekar frumstæðar.
Hlutabréfaverð hækkar vegna þess að Obama fór með jákvæða ræðu. Verð hækka vegna þess að hagstofan í Bandaríkjunum birti nýja könnun þar sem kom fram að neytendur voru bjartsýnni en áður. Olíuverð hækka vegna þess að fundur hjá OPEC fer fram á morgun. Stundum hækka eða lækka hlutabréf eftir því hvað ákveðnir einstaklingar láta út úr sér t.d Allan Greenspan eða Warren Buffet. Að sjálfsögðu eru sumar hækkanir alveg út úr kortinu einsog þessi http://www.ruv.is/heim/frettir/stort/frett/store64/item198072/
Ég sé ekki að maður þarf einhverja menntun eða sérstaka færni til að taka þátt í Wall Street. Nema þá bara að fylgjast með fréttum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2009 | 18:16
Af hverju er ekki skorið niður?
Ríkisstjórnin þarf að skera niður. Við erum ekki búinn að fá IMF lánið vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki skorið niður og sýnt aðhald í rekstri. En af hverju er þetta svona?
Ráðherrar eru bara alltof hræddir við að vera óvinsælir. Þeim þykir vænt um stólinn sinn og vilja ekki að hann hitnar. Það er bara svo mikið pólítiskt réttlæti í gangi. Þjóðin gefur ekkert svigrúm til niðurskurðar. Um leið og það er verið að virða hugmyndir um einhvern smá niðurskurð þá trompast þjóðin.
Eitt nýlegt dæmi er þegar það var verið að tala um að stytta kennsludaga um 10 og lækka laun kennara samkvæmt því. Þá tjúllaðist allt samfélagið "ekki bitna á börnunum okkar" var hrópað og hagsmnafélag kennara lét heyra í sér. Þess má geta að þessir extra tíu dagar eru bara nýleg viðbót. Held að það bættist við 2007 þannig að með þessu er verið að fara með grunnskólakennslu aftur í sama horf og var 2006. Ef fólk fær hjartaáfall útaf þessu hvernig haldið þið að þetta verði þegar blóðugur niðurskurður byrjar.
Þegar Guðlaugur Þór Þórðason var að reyna að hagræða í heilbrigðiskerfinu þá varð hann óvinsælasti þingmaðurinn á svipstundu (fyrir utan Árna Matt... líklega útaf hjúkku málinu því auðvitað eiga hjúkkur skilið að fá 20% launahækkun í kreppunni). Ég hef aldrei verið vel við Guðlaug en hann fær eitt HUGE prik fyrir að þora að vera raunsær.
Katrín Jakobsdóttir sagði á borgarafundi fyrir kosninga að líklega þarf að lækka laun og hækka skatta. Það ætla allt um koll að keyra eftir þetta og Steingrímur var í mesta basli við að verja þessa staðhæfingu. Menn á hægri vængnum notuðu þessa setningu í kosningabaráttunni "VG mun hækka skatta og lækka laun". En af hverju er fólk ósátt með þessi tilmæli. Er þetta sjálfsblekking? AUÐVITAÐ þarf að skera niður og lækka laun. Það blasir því miður við.
Ég starfa sem félagsliði sem er láglauna starf hjá ríkinu. Það kæmi mér ekkert á óvart að mín laun verða lækkuð. Ég er tilbúinn að taka á mig 10-15% launalækkun. Mér finnst ósanngjarnt að vera mótmæla því. Vegna þess að ég er raunsær. Ríkið verður með 180milljarða halla á þessu, 70 á næsta og 57 á næsta. Það er eigingirni í mér ef ég ætlast til að ríkið muni skera niður alstaðar nema hjá mér, nema mín laun.
Málið er að það er mjög erfitt að verja niðurskurð. Það er svo auðvelt fyrir fólk að segja "ekki gera börnunum þetta" og "ST Jósefspitali er mikilvægur og hvert eiga sjúklingar að fara". Það er erfitt að svara svona gagnrýni með öðru en "partyið er búið sorry".
Það má ekki endalaust að segja að það á að skera niður í utanríkisráðaneytinu. Heilbrigðis, mennta og velferðakerfið vegur langmest á þjóðarbúið og þó að við leggjum allt ráðuneytið niður einsog það leggur sig þá væri það ekki nóg til að fylla uppí ríkishallann. Það þarf að skera niður í heilbrigðismálum. Ögmundur sýndi dæmigert óbirgðarleysi þegar hann snéri við ákvörðun Guðlaugs og gaf út tilkinningu um að það á að vera frítt í öll sjúkrahús fyrir landsmenn. Það þarf að skera mikið niður í mennta og velferðarkerfinu því miður.
Vandinn er hjá þjóðinni ekki ríkisstjórninni. Þjóðin á að sýna samstöðu með niðurskurðinum og þá loksins þora ráðherrarnir að skera niður. Eina sem þarf er að gæta jafnræði. Þingmenn eiga að skera jafnt niður hjá sér og þjóðinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2009 | 12:19
Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson var forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings, hann var með margar milljónir á mánuði, honum var boðið í öll flottustu party í góðærinu, það er óhætt að segja að þess maður tók þátt í veislunni. Hann er einn umsækjanda í stöðu Seðlabankastjóra. Þess vegna finnst mér skrítið að hann sé að kenna mér í sumarnámskeiði Háskóla Íslands, borgarhagfræði. Fjótt skipast veður í loftir er kannski orðartiltæki við hæfi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2009 | 13:28
óheppilegt!!!!!!!!
Þetta er nýja orðið á markaðinum ÓHEPPILEGT. Það er hægt að kjafta sig úr öllu með því að segja að eitthvað var óheppilegt. Sjálfstæðismenn í Kópavogi um Gunnar I Birgisson málið "óheppilegt ef satt reynist".
Framkvæmdastjóri viðskiptarás segir að orðalag í skýrslu 2006 sé ÓHEPPILEGT. Þar er að finna ein mestu öfugmæli sem hefur komið á pappír Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á öllum sviðum.
Dóttir landsgæslustjóra fékk lof um starf á þyrlu og náðist mynd af henni stjórna þyrlu sem sett var á netið. Stjórinn segir "óheppilegt ef satt reynist".
Einsog staðan er í dag þá er orðið "óheppilegt" að taka við af hinni fleygu setningu "gott að vera vitur eftirá" sem var mikið notuð stuttu eftir hrunið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2009 | 16:48
Spilling og siðblinda.
Stundum er alveg ótrúlegt að lesa um hvað stjórnmálamenn hafa að segja. Í Fréttablaðinu í dag er Ómar Stefánsson formaður bæjaráðs í Kópavogi að fussa og sveija yfir greiðslur til fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars Birgissonar bæjarstjóra í Kópavogi. Kópavogsbær hefur greitt fyrirtækinu 50milljónir króna á tíu árum. Ómar segir:
"það er fullyrt að greiðslurnar væru ólöglegar, og að slíkt eigi ekki að tíðkast lengur. Framsókn hafi farið í mikla endurskoðun á þessum forsendum"
Það sem vakti athygli mína var að hann segir að ólöglegar greiðslur ætti ekki að tíðkast lengur!!!
Einsog það hafi bara verið allt í góðu fyrir nokkrum árum að stunda ólöglegar greiðslur.
Þetta sýnir hvað pólítikin er og var gjörspillt en engin þorði að gera neitt í því.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar