SpKef

Þeir töpuðu 17 milljörðum á einu ári. Þetta er hátt í það að ná fyrir að greiða fyrir tónlistarhúsið í Reykjavík á einu bretti. Það er alveg ótrúlegt að svona sparisjóður sem á að þjóna nærsamfélaginu sem er sú eina og sanna sparisjóðshugmynd skuli hafa leyft sér að klúðra svona málunum. Það er ekkert hægt að neyta fyrir það að SpKef voru einfaldlega að taka þátt í veislunni. Sukk og svínarí einkenndist stjórnunarhátt Geirmund sparisjóðsstjóra.

 Í tilkynningu segir að tap Sparisjóðsins megi fyrst og fremst rekja til eignarýrnunar vegna efnahagshrunsins. SpKef tapaði gríðarleg í gegnum Kista-fjárfestingaféla ehf. Kista átti mikið í Existu.

1.Bakkabraedur Holding B.V.45,21%6.407.910.000256milljónir690306-9800
2.Kista-fjárfestingarfélag ehf5,17%732.833.00029milljónir531206-0530
3.Arion safnreikningur4,81%681.353.00027milljónir411104-9150
4.Lífeyrissjóður verslunarmanna4,53%641.927.00026milljónir430269-4459
5.Gift fjárfestingarfélag ehf4,34%615.509.00025milljónir620507-0910

Kista keypti í Existu fyrir 11,4 milljarða 21.júni 2007. Þetta hefði ekki getað verið lélegri fjárfesting með peningana okkar. Geirmundur hefur haldið þessu leyndu fyrir okkur. Viðtal við hann á seinasta ári sagði hann hin fleygu orð "ef ástandi verða hagstæð á næsta ári þá verður SpKef vel stætt." Þetta segir manni ekki neitt.


Seðlabankastjóri

Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra sem uppfylla lágmarksmenntunarskilyrði laganna um háskólapróf eru eftirfarandi:
1.    Arnór Sighvatsson, hagfræðingur.
2.    Ásgeir Jónsson, hagfræðingur.
3.    Jóhann Rúnar Björgvinsson, hagfræðingur.
4.    Már Guðmundsson, hagfræðingur.
5.    Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur.
6.    Tryggvi Pálsson, hagfræðingur.
7.    Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur.
8.    Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur.

 

ég segi bara áfram Þorvaldur


eminem

nýlega kom út listi frá Rolling Stones um 500 bestu lög frá upphafi. Eminem er með tvö lög á þessum lista Stan og Lose yourself.

Það er merkilegt að lose yourself er á þessum lista. Rolling Stones er að segja að þessi tvö lög eru bestu lögin sem Eminem hefur samið. Þetta er sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hann átti aldrei að semja þetta lag. Þetta er titillagið í myndinni 8mile. Framleiðendur 8mile vildu bara nota "cleaning out my closet" sem titillagið vegna þess að þeir trúðu ekki Emenem gæti samið betra lag. En þetta lag er klárlega algjör snilld að mínu mati.

Stan kemur samt ekkert á óvart. Snilldarlag og hefur alltaf verið eitt af mínum uppáhalds lögum.


framsokn.is

Ég hef mikið álit á Sigmund Davíð formann framsóknarflokksins. Verst að Framsóknarflokkurinn er búinn að skemma svo mikið fyrir sjálfum sér að hann á enga von um að ná 20% fylgi. Þá nefni ég helst einkavæðing bankanna með Valgerði sem viðskiparáðherra og 90% húsnæðislánin sem þeir urðu að plögga vegna þess að flokkurinn var búinn að eyða milljónum í auglýsingar sem tengdist þessum lánum. Í rauninni voru þessi 90% lán eina trompið sem þau höfðu fyrir kosningarnar.

Sigmundur Davíð er hagfræðingur með doktarspróf í skipulagshagfræði. Hann hefur komið í viðtal í Silfur Egils og hefur alltaf hljóma mjög sannfærandi. Á framsokn.is eru myndbönd frá þessum viðtölum í Silfur Egils. Þá var Sigmundur ekki orðinn formaður Framsókn. Hann var ekki einusinni skráður í flokkinn. En Framsóknarmenn eru að eigna sér þessi viðtöl núna. Gaman af þessu. 


ástandið

Það eru 14þúsund nemendur í fullu námi í Háskólanum. Af þeim eru 13þúsund sem hafa ekki fengið vinnu. Talandi um slæmt ástand. Það eru þreifingar um að hafa kennslu um sumarið. Ég stið það reyndar. Svona til að nemendur hafa eitthvað að gera í sumar annað en að djamma.

« Fyrri síða

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Hawk
Hawk

Bloggvinir

Apríl 2009
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • ...ory2_957256
  • ...raph_957255
  • ...rvehistory2
  • ...peakgraph
  • Image000

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband