25.3.2009 | 09:33
Málgagn X-S
http://www.herdubreid.is/
þessi fréttasíða var stofnuð af Samfylkingunni fyrir kosningar. Það er alveg ótrúlegt að lesa yfir fréttirnar á þessari síðu. Það er verið að drulla yfir alla einstaklinga nema Samfylkingarfólk. Þetta lætur mann vilja kjósa alla nema X-S.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2009 | 21:38
Baugur
Nú er Baugur farinn á hausinn og það er forvitnilegt að rýna í kröfurnar á hendur þrotabúinu. Baugur skuldar Newcastle 37milljónir. Einnig skuldar baugur einhverri blómabúð 80þús krónur.
Einnig skudar Baugur tæplega 100þúsund í stöðumælasekt eftir Bentley bíl sem Jón Ásgeir á og mörg þúsund krónur vegna símanotkun hjá ættingjum hans.
Það má deila um það hvort það sé réttlætanlegt að láta almenningshlutafélagið Baug group, sem margir Íslendingar hafa lagt spariféið sitt í skuli þurfa að borga aukalega vegna þess að Jón Ásgeir nennir ekki að labba langt þegar hann leggur bílnum sínum eða að frænka hans og frændi tíma ekki að borga sína eigin símreikninga.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 15:10
Borgarahreyfingin.
Ég mun kanna stefnur stjórnmálaflokka núna fram að kosningum. (það er reyndar sorglegt að allt snýst um kosningar meðan Róm brennur).
Byrja á Borgarahreyfingunni. X-o
Góðar tillögur:
Afnema 5% þröskuldinn
Persónukjör í alþingiskosningum
Rofin verði öll óeðlileg hagsmunatengsl milli viðskiptaheims og þingheims
Fjöldi þingmanna miðist við fjölda á kjörskrá og verði hlutfallið 1/4000. Það er í samræmi við algengt hlutfall hjá öðrum þjóðum sem við berum okkur saman við. Þetta myndi þýða örlitla fækkun þingmanna frá því sem nú er en hægfara fjölgun í framtíðinni með vaxandi fólksfjölda
Tryggð verði skipting valdsins milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, m.a. með því að ráðherrar sitji ekki á þingi.
Ráðherrar, þingmenn og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins gegni embætti í mesta lagi í átta ár eða tvö kjörtímabil samfellt
Trúverðug rannsókn á íslenska efnahagshruninu fari af stað undir stjórn óháðra erlendra sérfræðinga og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta skal eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur
Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla
Hæfi umsækjenda um störf hæstaréttar- og héraðsdómara verði metið af hlutlausri fagnefnd skipaðri af Alþingi eftir tilnefningu Hæstaréttar. Ráðherra beri að velja dómara úr hópi þeirra sem fagnefndin telur hæfasta
Ráðið verði í stöður innan stjórnsýslunnar á faglegum forsendum.
Settar verði siðarreglur fyrir alþingismenn, ráðherra og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins.
Ágætis tillögur sem gæti virkað með réttri útfærslu:
Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins (til janúar 2008).
Leitað verði leiða út úr myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða, ef þess þarf, einhliða upptöku annars gjaldmiðils
Slæmar tillögur:
Halla á ríkissjóði verði mætt með endurskoðun skattkerfisins, m.a. með fjölgun skattþrepa, hátekjuskatti og breytingum á virðisaukaskatti, frekar en niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu
Gefið verði loforð um að 2% af VLF Íslands renni til þróunaraðstoðar á ári í tíu ár til að sýna góðan vilja Íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða. (Er ekki betra að eyða peningunum í eitthvað annað en þetta. Árangur af þessu mun ekki vera ljós. Við erum með margar og góðar hjálpastonfanir núna þegar starfandi á Íslandi t.d Rauði krossinn, ABC, Hjálpræðisherinn og Unisef.)
Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um mál sem varða þjóðarhag óski 7% þjóðarinnar þess. (Ef þetta verður reglan mun verða gríðarlegur kostnaður. Einnig mun valdið færast til fjölmiðla sem stýra umræðunni á Íslandi.)
Gamlar tuggur:
Boðin verði víðtæk aðstoð við atvinnulausa um allt land með það að markmiði að aðstoða þá í að nýta atvinnuleysið sem tækifæri (þetta er nú þegar í gangi. Skemmst að minnast "virkjum mannauðinn" á gamla Keflavíkurflugvelli)
Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 17:27
Þeir sem sóttu um forstjórastöðu FME
Umsækjendurnir eru:
Dr. Arnar Bjarnason, hagfræðingur
Arnbjörn Ingimundarson, framkvæmdastjóri
Árni Thoroddsen, kerfisfræðingur
Bolli Héðinsson, MBA
Guðmundur Ásgeirsson, vefforritari
Gunnar Þ. Andersen, framkvæmdastjóri
Halldór Eiríkur S. Jónhildarson, þjóðréttar- og lögfræðingur
Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota
Ingólfur Guðmundsson, útibússtjóri
Jóhann Gunnar Ásgrímsson, viðskiptafræðingur
Jóhann Halldór Albertsson, lögmaður
Magnús Ægir Magnússon, MBA
Már Wolfgang Mixa, sérfræðingur
Tamara Lísa Roesel, verkfræðingur
Sigrún Helgadóttir, MBA
Sigurður Guðjónsson, lögmaður
Vilhelm R. Sigurjónsson, viðskiptafræðingur
Vilhjálmur Bjarnason, lektor
Þorsteinn Ólafs, viðskiptafræðingur.
ég segi bara áfram Vilhjálmur!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2009 | 22:50
Joly
Það er gott að ríkisstjórnin velji augljósa kostinn til að betrumbæta ástandið. Kingja stoltinu og fara eftir orðið á götunni. Fyljgast aðeins með. Joly er mikiill fengur. Hvorki ríkisstjórnin, rannsóknarnefndin né sérstaki saksóknarinn datt í hug að leita til Joly. Þetta er Silfur Egils að þakka. Fjölmiðlamanna á RUV. Einsog Egill savaraði þegar var spurt hver stendur fyrir heimsókn Joly.
Egill:
Við höfum staðið í að bjóða henni tveir, Jón Þórisson arkitekt sem stundum skrifar hér á vefinn og ég.
Hugmyndin var að bjóða henni að koma í viðtal í Silfrinu, en svo hefur það undið upp á sig
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2009 | 16:21
fyrsta ákæran
http://www.dv.is/frettir/2009/3/6/tveir-kaupthingsmenn-akaerdir/
þetta er fyrsta ákæran sem ég sé eftir bankahrunið. ætli fleirri séu á leiðinni?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar