27.11.2009 | 19:04
Leiðin útur kreppunni.
Dr Ingjaldur Hannibalsson viðskitpafræðingur fór með fyrirlestur í Turku Finnlandi fyrir nokkrum vikum síðan. Han var að tala um stöðu Íslands í dag og hvernig við getum komið okkur uppúr þessari stöðu. Almenningur, embættismenn og þingmenn keppast að koma með töfralausnir útúr kreppunni. En þarf lausnins að vera flókin töfralausn. Er leiðin útur kreppinni ekki bara þetta klassiska. Ekkert flólkið þar á ferð. Það verða margir fyrir vonbrigðum. Þeir sem eru að vonast eftir hókus pókus leið.
Seinasta glæran hans hljómaði svona.
Export more
Import less
Pay depts
Work smarter and longer for less pay
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2009 | 11:16
Steingrímur og skatturinn.
Steingrímur J Sigfússon er að hækka VSK-inn. Hann fer uppí 25%. Í rauninni kom ég með þá hugmynd á seinasta ári. Að hækka VSK-inn í 25%. Þessi tala er mjög praktísk. Einn fjórði. Ég held að þetta spara fyrirtækjum viðskiptakostnað.
Matvörur verða í 7% en matur í veitingahúsum verður 14%. Ég hef miklar efasemndir um þennan mismun. Ég skil það sem Steingrímur er að reyna að fara. Þú ert að kaupa þjónustu þegar þú ferð á veitingahús. Að kaupa sér kjöt í Bónus er allt öðrvísi en að panta sér risa steik á Argentínu Steikhús. En þetta er ekki alltaf svona augljóst. Ef maður kaupir sér snúð í bakarí og fer með hann heimtil sín þá borgar 14% VSK. En ef maður kaupir sér snúð í 10-11 þá borgar maður 7%. Þetta á einnig við brauð frá bakarí og útí búð.
Er þetta sanngjarnt. Vill Steingrímur hygla Högum en níðast á bakaranum á horninu? Ég veit að Steingrímur vill það alls ekki. En þetta er því miður staðreind. Steingrímur er í vandræðum. Ég legg til að hækka einfaldlega matarskattinn í 14% því annað er ósanngjarnt.
Önnur dæmi:
Ég kaupi mér Sóma samloku í Nóatúni og borga 7% en síðan kaupi ég Sóma samloku í mötuneytinu í Þjóðarbókhlöðu og borga 14% VSK.
Ég fer í hádegishlaðborð á veitingastað og fæ með súpu. Borga 14% VSK. Síðan fer ég í 10-11 og fæ mér súpu þar og bora á staðnum og borga 7% VSK.
Ég kaupi mér pulsu með kartöflusalati á N1 og borga 14% en ég kaupi fimm stk pulsupakka í leiðinni sem ég næ í kælinum og borga 7% af þeim pulsum. Og ég er ennþá svangur og vill meiri pulsu og fer í Tíu ellefu á "pulsubarinn" þar sem ég græja mína eigin pulsu og borga 14%. Eða er þessar pulsur í 7% VSK-þrepinu?????
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2009 | 22:21
allt davíð að kenna
Ef þetta er rétt. Af hverju tók hann við ástarbréfum bankana með veð í skuldabréf bankana árið 2008 þegar staða bankana var orðin mjög slæm.
300milljarða gjaldþrot takk fyrir það Dabbi minn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2009 | 23:31
Innflutt grænmeti.

Ég smellti þessa mynd í Krónunni í dag. Ég gerði það vegna þess að mér blöskraði allt þetta innflutta grænmeti.
Laukur frá Kína, Tómatnar frá Hollandi, papríka frá Fraklklandi og Spáni.
Það gengur ekki að eyða gjaldeyri í þessar vörur meðan garðyrkjubændur hérna á Íslandi geta auðveldlega framleitt þetta sjálfir. Bara ef þeir meiga kaupa rafmagnið á svipuðu verði og álfyrirtækin.
Það er alltaf verið að tala um að álfyrirtækin skapa gjaldeyristekjur. Þeir fá líka orkuna "gefins". Ef bændur fá það líka þá geta þeir skapað/sparað okkur gjaldeyristekjur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2009 | 19:46
Það er eitthvað við þennan dúddara.
Guðmundur Franklín Jónsson.
Þessi drengur er nýkominn til Íslands. Hann rak hótel í Prag í mörg ár og er nú snúinn aftur til Íslands. Hann kom í Silfur Egils og sagðist ætla að stofna fyrirtæki á Íslandi og framleiða eitthvað. Afla gjaldeyristkekjur fyrir Ísland. Hjálpa Íslandi.
En hvað gerir hann svo? Sækir um opinbert starf sem forstöðumaður Bankasýslu ríkisins. Er það bjargvætturinn sem við vorum að bíða eftir?? Koma frá Prag til þess að næla sér í þægilega innivinnu á ríkisspenanum.
Ég er ekkert á móti því. Það er alveg gott mál. Bara ef hann hefði þá sleppt að koma í Silfur Egils og Útvarp Sögu og berja í brjóstið sitt hreykinn.
En hvað er hann að brasa við núna?? Jújú hann er að reyna að kaupa einokunarfyrirtæki á Íslandi. Hagar.
Bjargvætturinn????
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2009 | 19:32
Hvað er hann að gera á þing?
Ásmundur Daði Einarsson.
Yngsti þingmaðurinn. En hvað hefur hann fram á að bjóða? Mér sýnist að hann hefur einfaldlega ekkert fram á að bjóða nema það að vera á móti ESB.
Hann hefur aldrei opnað munninn á sér á þingi nema þegar hann er að mótmæla ESB. Er þetta maður sem maður vill hafa á þingi? Er ekki betra að hafa mann sem hefur eitthvað fram að færa nema að vera á móti aðild að ESB.
Núna var hann gerður að formanni Heimssýnar sem eru samtök sem berjast gegn aðild. Þar á hann heima. Ég hvet hann að segja af sér þingmennsku og einbeita sér að þessu baráttumáli hans innan Heimssýnar. Ekki alþingi Íslendinga sem eiga að snúa sér að endurreisn.
Hvað er hann að gera á þingi? Hvað segja kjósendur VG í hans kjördæmi?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2009 | 13:10
Seðlabankinn v.s ríkisstjórnin.
Stýrivextir munu lækka þegar verðbólgan fer niður. Það verður gott fyrir atvinnulífið.
En ríkisstjórnin er að fara allt aðra leið. Þau eru ekki að ganga í takt. Eða Seðlabankinn er dálítið barnalegur að taka ekki inn skattaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þær hafa verið aðgengilegar síðan í sumar.
VSK verður hækkaður á öllum vörum nema matvörum. Sumar vörur fara frá 7% uppí 25%.
Síðan kemur áfengsigjald og bensíngjald. 10% hækkun um áramótin.
Þetta fer beint í verðlagið. Hækkar vísitöluna og Seðlabankinn getur ekki lækkað stýrivexti og fyrirtækin blæða. Ég er að reka fyrirtæki og er með yfirdráttalán á yfir 20% vöxtum. Það gengur ekki til lengdar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2009 | 19:02
Landsvirkjun gjaldþrota?
6.11.2009 | 22:43
þetta væri óskandi
En hvað sem þessu líður er athyglisvert að skoða álit frá greiningardeild SEB bankans í Svíþjóð á afnámi hluta gjaldeyrishaftanna um síðustu mánaðarmót. Greiningin sér kauptækifæri í krónunni og mælir með kaupum henni á núverandi aflandsgengi sem er í kringum 210 kr. fyrir evruna.
SEB spári því að aflandsgengið og skráð gengið hér innanlands muni mætast á næsta ári í 185 kr. fyrir evruna á fyrsta ársfjórðung. Og að gengið styrkist síðan og verði komið í 160 kr. fyrir evruna á öðrum ársfjórðungi næsta árs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Haukur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar